Sjáumst á Umhyggjudaginn

Skráningin er staðfest! Við hlökkum til að sjá þig á Umhyggjudaginn.

Umhyggja veitir fjölskyldum langveikra barna fjölbreytta þjónustu og aðstoð, þar á meðal endurgjaldslausa sálfræði- og lögfræðiþjónustu, iðjuþjálfun, fjárstyrki, niðurgreidd námskeið og ráðgjöf ásamt því að sinna hagsmunabaráttu fyrir hópinn. Fjölskyldur félagsins hafa einnig möguleika á dvöl í sérútbúnum orlofshúsum og íbúð Umhyggju.

Með því að styrkja Umhyggju gerir þú okkur kleift að halda starfseminni gangandi svo að þessir foreldrar geti einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli: Að vera til staðar fyrir börnin sín. Umhyggja reiðir sig alfarið á styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum – því skiptir þinn stuðningur sköpum fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra.